Hoppa yfir valmynd
Úrskurðir og álit á sviði samgöngu- og sveitarstjórnarmála frá 1996 til 1. janúar 2011

Vestmanneyjabær - Heimildir til að veita aukafjárveitingar til stofnana sveitarfélaga

Oddur Júlíusson                                                                       3. september 1999                                                   99090005

Brekastíg 7B                                                                                                                                                                        1001

900 Vestmannaeyjar

 

 

 

          Vísað er til erindis yðar til ráðuneytisins, dagsett 26. ágúst 1999, varðandi aukafjárveitingar til stofnana sveitarfélags. Af því tilefni skal bent á eftirfarandi:

 

          Í 2. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998 er svohljóðandi ákvæði: Samþykki sveitarstjórn fjárveitingu sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun skal hún jafnframt kveða á um hvernig útgjöldum skuli mætt. Samþykki slíkrar fjárveitingar telst breyting á fjárhagsáætlun.

 

          Lagaákvæði þetta er skýrt og leggur ótvíræða skyldu á sveitarstjórnir að kveða á um hvernig útgjöldum skuli mætt, sem ekki er gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun.

 

F. h. r.

 

Sesselja Árnadóttir (sign.)

Kristín Benediktsdóttir (sign.)

 

 

 




Úrskurðir, ákvarðanir og aðrar úrlausnir sem birtast á vef Stjórnarráðsins eru á ábyrgð viðkomandi stjórnvalds. 
Stjórnarráðið ber ekki ábyrgð á efni frá sjálfstæðum stjórnvöldum umfram það sem leiðir af lögum.

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum